Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Hér má nota hvaða ber eða ávexti sem er. Möndludropar eru missterkir, farið varlega í magnið, gott að smakka deigið til. Það styrkir samt bragðið af möndlunum að nota smávegis.
Bökubotn:
180 g hveiti
5 msk. flórsykur
120 g kalt smjör í bitum
1 eggjarauða
3 msk. ískalt vatn
Setjið hveitið og sykur í skál, myljið smjörið saman við þar til smjörið er eins og smáar baunir. Önnur aðferð er að setja hveiti og smjör á borðið og saxa það saman með stórum hníf. Pískið eggjarauðu og vatn saman í skál. Gerið laut í hveitið og setjið eggjablönduna þar í og hnoðið létt saman þar til deigið er samlagað. Pakkið deiginu í plastfilmu eða bökunarpappír og geymið í ísskáp í 15 mín. Sjá bökudeig hér annarstaðar á blogginu.
Hitið ofninn í 170°C á blástur. Skiptið deiginu niður í 8 bita ef þið eruð með lítil form. Rúllið deigið út og setjið í form. Setjið svolítið af bökunarpappír á botninn og þurrar baunir ofan á. Bakið í 10 mín. Fjarlægið pappír og baunir. Dreifið hindberjum á botninn, mega vera frosin. Setjið fyllinguna ofan á og dreifið möndluflögum ofan á.
Hækkið hitann á ofninum í 180°C. Bakið þetta í 25 mín. Sigtið flórsykur yfir rétt áður en þið berið framm. Berið þeyttan rjóma fram með kökunni.
Fylling:
100 g smjör, mjúkt
100 g sykur
2 egg
100 g möndlumjöl eða malaðar möndlur
¼ - ½ tsk. möndludropar
125 g hindber, fersk eða frosin, mega líka vera aðrir ávextir eða ber
hnefafylli möndluflögur til að setja ofan á
flórsykur til að sigta ofan á í lokin
Hrærið smjör, sykur, egg, möndlumjöl og dropa saman.