750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Smjörkökur - shortbread

Smjörkökur - shortbread

Þeir sem elska smjör ættu að skoða þessa uppskrift. Þessar eru í uppáhaldi með góðum tebolla. Frakkar eiga svipaðar kökur en þær eru oftast bakaðar kringlóttar og eru vinsælar á Bretagne og í héruðum Normandí þar sem þeir framleiða mikið af gæðasmjöri. Bretar eru líka veikir fyrir þessum smjörkökum og eiga ótal útgáfur af þeim. Hér er mín. 

14-16 kökur

200 g smjör, mjúkt

100 g sykur

220 g hveiti

1 tsk. vanilludropar

Ofan á:

1-2 tsk sykur

50 g súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði

Hitið ofninn í 150°C. Hrærið smjör og sykur saman þar til ljóst og kremkennt. Bætið hveiti og vanillu saman við. Smyrjið ferkantað  9 “ eða 22 cm form með olíu eða smjöri. Jafnið deiginu í formið, gott að nota blauta fingur, sléttið yfirborðið á deiginu með hníf og pikkið í deigið með gaffli. Bakið í 30 – 35 mín. Stráið sykri ofan á og skerið í bita á meðan kakan er heit. Látið súkkulaði leka óreglulega yfir kökuna. Geymið í blikkboxi eða frystið. Geymist í a.m.k. 2 vikur í þéttu íláti en 6-9 mánuði í frysti.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post