750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Koníaksterta

Koníaksterta

Falleg og fínleg og var uppáhaldskaka pabba míns. Líklega fínlegt koníaksbragðið sem hefur heillað. Þessi er frekar lítil, líklega fyrir 8 en undurgóð á bragðið. 

200 g hnetukjarnar

120 g flórsykur

4 eggjahvítur

 

Á milli.

4 dl rjómi

1-2 msk. koníak

 

Ofan á:

150 g súkkulaði

1 msk. kakó

Byrjið á því að undirbúa 2 bökunarplötur með bökunarpappír. Teiknið 4 x20 cm hringi, tvo á hverja plötu, og berið olíu inn í hringina. Stillið ofninn á 180°C. Saxið hnetukjarnana meðalgróft og blandið saman við sykurinn. Gott er að gera þetta í matvinnsluvél og hakka þá með “pulse” stillingu svo hneturnar verði ekki of fínt hakkaðar. Þeytið eggjahvítur og blandið hnetublöndunni varlega saman við með sleikju. Skiptið deiginu á milli í hringina og breiðið það út í jafbt lag. Bakið þetta í 10-15 mín, í mínum ofni tekur 12 mínútur að baka þá. Klippið pappírinn í sundur á milli botnana svo auðvelt verði að losa þá og hvolfið þeim á örk af bökunarpappír, gott er að leggja rakann klút yfir botnana í 1 mínútu svo þeir losni auðveldlega. Þeytið rjómann og leggið botnana saman dreipið koníaki á botnana, magn eftir smekk, 1-2 msk. ætti að vera nóg. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Leggið örk af álpappír á borðið og penslið með olíu. Hellið súkkulaðinu á og smyrjið því í þunnu lagi yfir pappírinn. setjið í ísskáp stutta stund og látið kólna. Skerið síðan með pitsuskera í ferninga. Skreytið kökuna með súkkulaðinu og dustið síðan yfir með kakó.

Koníaksterta
Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post