750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Kakan frá Caprí

Kakan frá Caprí

Þessi kaka var bökuð á sunnudögum fyrstu hjúskapaárin mín því þetta var uppáhalskaka mannsins míns. Hún er enn bökuð annars lagið og er alltaf jafn góð. Þetta er nokkuð sérstök kaka því eingöngu eru notaðar eggjahvítur í hana. Hún er þétt í sér með fínlegt bragð. Hún er best nýbökuð, það má frysta hana áður en kremið er sett á hana. Eggjarauður fara í kremið en það ganga 2 eggjahvítur af og þær er tilvalið að frysta í zip-lock poka og frysta þar til síðar. Mjög gott er að safna þeim pg eiga til að baka marens seinna 1 desilíter af hvítum er u.þ.bl. 3 hvítur, hver hvíta er um 30 g.

Kakan:

100 g smjör, mjúkt

220 g sykur

185 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

1 ½  tsk. vanilludropar

2 dl. mjólk

4 eggjahvítur

50 g dökkt súkkulaði saxað frekar fínt

2 msk. saxaðir hnetukjarnar

 

Kremið:

70 g súkkulaði

75 g sykur

½ dl. vatn

2 eggjarauður

1 msk. smjör (ekki smjörvi)

½ tsk. vanillusykur

50 g saxaðir hnetukjarnar í skraut ofan á kökuna

Hitið ofninn í 200°C (190°C á blástur). Stífþeytið eggjahvíturnar í hreinni skál og setjið þær í skál í ísskáp. Hrærið saman smjör og sykur ( þið getið notað sömu skál og þið þeyttuð eggjahvíturnar í og þurfið ekki að þvo hana á milli) þar til það er orðið ljóst og kremkennt. Bætið hveiti ásamt lyftidufti og vanilludropum út í og bleytið í með mjólkinni. Blandið eggjahvítum varlega saman við. Setjið smjörpappír í botninn á 22 cm smellumóti og klemmið gjörðinni utan um, smyrjið hliðarnar með smjöri eða olíu. Setjið helminginn af deiginu í formið. Stráið súkkulaði og 2 msk. hnetukjörnum ofan á bætið síðan hinum helmingnum af deiginu þar ofan á. Bakið neðst í ofninum í u.þ.b. 35-45 mín.

Byrjið strax að gera kremið á meðan kakan bakast því það þarf að stífna smástund. Setjið súkkulaði, vatn og sykur saman í pott og bræðið við vægan hita. Takið af hitanum og hellið í hrærivélarskál. Bætið eggjarauðum út í og hrærið áfram þar til kemið er farið að þykkna aðeins, þetta eru u.þ.bl. . Kremið hrært vel saman þar til það er næstum kalt. Bætið smjöri og vanillusykri út í. Látið kremið bíða í ísskáp þar til það er farið að stífna svolítið. Athugið að kremið verður samt aldrei alveg stíft.  Kælið er kökuna á rist eða disk eftir að hún kemur úr ofninum. Smyrjið kreminu  yfir hana og skreytið með söxuðum hnetum.

Kakan frá Caprí
Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post