750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Appelsínuterta

Appelsínuterta

Uppskriftin af þessari köku kemur frá Guðrúnu Hrund vinkonu minni en hún vann með mér um árabil á matartímaritinu Gestgjafanum. Mamma hennar Guðrúnar bakaði þessa köku oft þegar hún var lítil stelpa, kakan var sunnudagsbakstur á heimilinu og þetta var uppáhaldskakan hennar Guðrúnar. Við bökuðum hana fyrir Gestgjafann fyrir nokkrum árum en Guðrún var ekki viss hvort rjómakremið átti að vera á milli botna eða ofaná. Mamma hennar hafði ekki skrifað neinar vinnuleiðbeiningar á uppskriftina, bara innihald. Kakan er undurgóð og bragðið er það sama, undir eða ofan á, og það skiptir öllu máli.

Fyrir 10

Kakan:

2 stór egg

140 g sykur

150 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 dl mjólk

4 msk. smjör

1 tsk. vanilludropar

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman egg og sykur. Sigtið saman hveiti og lyftiduft í skál og bætið út í Bræðið smjörið í mjólkinni við vægan hita. Setjið hveiti út í eggjablönduna og hrærið saman með sleikju, bætið volgri mjólkurblöndunni út í ásamt vanilludropum. Hellið í smjörpappírsklætt smelluform 24 cm á breidd. Bakið í 25-30 mín. Kælið botninn á rist.

Rjómakrem:

2 eggjarauður

2 msk. flórsykur

2 ½ dl rjómi, þeyttur börkur af 1 appelsínu

1 msk. appelsínusafi

safi úr ½ appelsínu til að kreista yfir botnana

Hrærið egg og sykur saman. Bætið berki af  appelsínu og safanum  út í eggjamassann. Blandið þeyttum rjóma saman við. Kljúfið botninn í tvo hluta, Kreistið safann af ½ appelsínu yfir botnana og leggið þá síðan saman með rjómakreminu.

Ofanábráð:

1 egg

2 msk. sykur

¾ msk. kartöflumjöl

2 ½ dl mjólk

2 tsk. vanilludropar

Hrærið egg, sykur og kartöflumjöl saman. Hitið mjólkina og hrærið blöndunni út í. Látið sjóða þar til þykknar. Smakkið til með vanilludropum. Smyrjið bráðinni yfir kökuna og skreytið með appelsínuberki en farið varlega í magn ef kakan er fyrir börn því þau eru gjarnan viðkvæm fyrir bragðinu af honum.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post