750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Peruterta

Peruterta

Peruterta var ein af þeim tertum sem maðurinn minn ólst upp við og kom með uppskriftina með sér þegar við byrjuðum að búa saman. Hún er bökuð reglulega og er uppáhalds tertan í hans fjölskyldu. Uppskriftin birtist í Ljóma-smjörlíkis bækling fyrir löngu síðan og varð strax mjög vinsæl. 

Fyrir 10-12

Botnar:

4 egg

140 g sykur

60 g hveiti

40 g kartöflumjöl

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman egg og sykur þar til það er létt og ljóst. Sigtið hveiti og kartöflumjöl út í og hrærið saman með sleikju. Bakið í 2 smurðum eða bökunarpappírsklæddum formum. 22-24 cm í þvermál í 10 mín. Kælið botnana.

Krem:

5 eggjarauður

5 msk. flórsykur

100 g súkkulaði brætt

4 dl rjómi

1 stór dós niðursoðnar perur

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og ljóst. Bætið súkkulaði út í eggin. Hrærið rjómanum út í fyrst smávegis og síðan öllu. Sigtið safann frá perunum og geymið. Leggið kökuna saman þannig: Setjið annan botninn á tertudisk. Vætið vel í honum með perusafa. Setjið 1/3 af kreminu á botninn, takið 6 perur frá til að setja ofan á og sneiðið afgangin af þeim á kremið.Leggið hinn botninn ofan á og vætið hann með perusafa. Leggið perurnar ofan á og þekjið kökuna með kreminu.

Peruterta
Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post