750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Ljós kaka með súkkulaðikremi

Ljós kaka með súkkulaðikremi

Ég var lengi búin að reyna að finna réttu samsetninguna af ljósri köku með súkkulaðikremi eins og er svo vinsæl í Ameríku. Kakan varð að vera góð og nógu fínlegt súkkulaðibragð af kreminu til að vera ekki yfirþyrmandi og ekki of mikið af því. Hér er hún mætt, fullkomin samsetning af köku og kremi. 

230 g smjör mjúkt

280 g sykur

2 egg

2 eggjarauður

260 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

¼ tsk. matarsódi

½ tsk. salt

2 tsk. vanilluessens eða 3 tsk. vanilludropar

2 ½ dl súrmjólk eða Ab-mjólk

Stillið ofninn á 180°C (175°C blástur). Setjið bökunarpappír á botninn á tveim 22 cm breiðum formum og berið olíu innan á barmana. Hrærið smjör og sykur saman þar til ljóst og kremkennt. Setjið þurrefnin, hveiti, lyftuduft, matarsóda og salt í skál. Bætið eggjum og eggjarauðum út í smjörhræruna, einu eggi í einu og hrærið mjög vel saman. Bætið hveitiblöndunni í og hrærið saman við, bætið súrmjólkinni í síðast ásamt vanilluessens og hrærið allt vel saman í 1 mínútu. Skiptið blöndunni á milli formana og bakið í 35 mín. Kakan lyftir sér talsvert fyrst en fellur síðan saman í lok baksturstímans. Látið kökuna kólna í forminu og takið síðan varlega úr. Leggið  kökuna saman með súkkulaðikremi og hjúpið síðan ofan á og hliðar með kreminu. Skreytið eftir smekk.

Súkkulaðikrem:

210 g smjör, mjúkt

90 g flórsykur

40 g kakó

100 g síróp

150 g súkkulaði, blanda af 70% og suðusúkkulaði

vanilludropar eftir smekk

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Besta aðferðin er að hafa mjög lítinn hita og taka a.m.k. 15 mínútur í það svo súkkulaðið hitni ekki of mikið (ef það er of heitt bræðir það smjörið og þá verður kremið þunnt og þarf að hræra það talsvert lengur til að fá krem áferðina). Hrærið smjör, flórsykur og kakó saman í hrærivél. Bætið sírópi út í og látið blandast vel. Bætið súkkulaði út í og vinnið nú allt vel saman, látið vélina ganga 2-3 mín og notið sleikju til að skafa meðfram börmunum svo allt blandist vel.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post