Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Hún lætur lítið yfir sér þessi kaka en leynir á sér. Botnarnir eru eins og konfekt og ostakremið með kókosnum passar vel við fínlegt marsípan bragðið. Þessi kaka er frábær sem eftirréttur með glasi af sætu hvítvíni eða líkjör.
8 sneiðar
150 g marsípan (ren rá marsipan)
150 g smjör, mjúkt
120 g sykur
3 egg rifinn börkur af 1 sítrónu
50 g kókosmjöl
Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír á botninn á 2x kökuformum 18cm breiðum. Berið olíu eða smjör inn á hliðarnar. Rífið marsípan gróft niður og setjið í hrærivél ásamt smjöri og sykri. Hrærið vel saman. Bætið eggi út í, einu í einu og hrærið saman í samfellt deig. Bætið kókosmjöli og sítrónusafa í og blandið vel. Skiptið deiginu á milli í formin. Bakið þetta í 30 mín. Athugið að kakan lyftir sér mikið en fellur síðan saman í lok bökunartímans. Kælið botnana og takið síðan úr formunum. Hrærið kremið saman og leggið botnana saman með kremi og smyrjið síðan á alla kökuna, líka hliðarnar. Þekið kökuna með kókosflögum. Þetta er sannkölluð eftirréttakaka og er frábær með glasi af sætu hvítvíni.
Sítrónuostakrem:
200 g rjómaostur
80 g flórsykur
safi af ½ sítrónu
Hrærið allt vel saman.
Ofan á: 50 g kókosflögur