750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Bace di dama - ítalskir kossar

Bace di dama - ítalskir kossar

Þær eru sannarlega eins og koss þessar ljúfu smákökur með Ítalska bragðinu sem eru ættaðar frá Pienmont á Ítalíu. Ítalir elska bragð af ristuðum heslihnetum og uppáhaldsísinn þeirra “gianduja” er einmitt heslihnetuís. Mikilvægt er að rista hneturnar en við það verða þær alveg dásamlega góðar.    

50-60 stk. 

250 g smjör, mjúkt

120 g flórsykur

1 ½ tsk. vanilluextrat eða 2 tsk. vanilludropar

250 g hveiti

50 g kakó

100 g heslihnetur ristaðar á pönnu flysjaðar og malaðar fínt

Fylling:

100 g súkkulaði saxað smátt

¾  dl rjómi

Hitið ofninn í 180°C  (175 á blástur). Byrjið á að rista heslihnetur eins og sagt er frá hér að neðan. Hrærið smjör, sykur og vanillu þar til ljóst og kremkennt, skafið meðfram hliðum nokkrum sinnum á meðan svo allt blandist vel saman. Sigtið hveiti og kakó saman í skál, bætið hveitiblöndunni út í deigið ásamt möluðum hnetum og blandið vel saman. Kælið deigið í 1 klst. Hnoðið litlar kúlur (mikilvægt að hafa þær litlar því þær eru settar 2 og 2 saman)  úr deiginu og setjið á smjörpappírsklæddar ofnplötur. Bakið þær í 10-15 mín.

Brytjið súkkulaði í skál. Hitið rjómann í potti og hellið honum ofan á súkkulaðið og látið bíða í 5 mín. Hrærið blönduna saman og kælið kremið þar til hægt er að smyrja því. Setjið kökurnar saman tvær og tvær með kreminu. Þessar kökur geymast í lokuðu íláti í viku í kæliskáp en er auðvelt að frysta. Þannig geymast þær í 6 mánuði.

Ristaðar heslihnetur: Setjið heslihnetur í ofnskúffu og bakið í 6-8 mín eða þangað til hýðið er farið að losna af. Látið þær kólna í ca. 10 mín. Vætið nokkur eldhúsbréf og leggið á borðið. Pakkið hnetunum inn í það og rúllið þeim í bréfinu svo hýðið losni. Þið getið notað viskustykki en það er mikill litur í hýðinu sem næst ekki úr við þvott. Hýðið fer ekki alltaf af öllun hnetunum, sumt er fast á en það er allt í lagi ef hýðið fer af flestum. Malið hnetur fínt í matvinnsluvél.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post