Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Húsfreyja er fallegt orð og þessi terta tileinkuð henni er látlaus, falleg og undurgóð. Þetta er gömul uppskrift sem er væntanlega til hjá mörgum fjölskyldum og til í mörgum útgáfum. Karmellukremið er þó alltaf ofan á enda ómótstæðilegt.
Botnar:
4 egg
160 gr sykur
60 gr hveiti
60 gr kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
100 gr rifið súkkulaði
Byrja á að stilla ofninn á 170 °C. Setjið egg og sykur í hrærivél og þeytið vel saman, eða þar til ljóst og létt, þetta getur tekið allt að 10 mín. Sigtið hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft saman í skál og blandið rifnu súkkulaði saman við. Blanda hveitiblöndunni varlega saman við eggjahræruna. Setjið bökunarpappír í botninn á 2 formum 22cm – 24cm breið og berið olíu eða smjör inn á hliðarnar. Bakið í svona 15 -20 mínútur eftir stærð formanna. Kælið kökurnar í nokkrar mínútur í formunum en hvolfið svo á bökunarpappír, flettið pappírnum á kökunni varlega af og kælið alveg. Leggið kökuna saman með rjóma. Hellið karamellubráðinni yfir. Fallegt er að lofa því að dropa aðeins niður hliðarnar.
Á milli:
3 dl rjómi, þeyttur
Karamella:
3 dl rjómi
3 msk sýróp
1 tsk smjör
½ tsk vanilludropar
Setjið rjóma, sýróp, sykur og smjör og í pott og hitið saman við meðalhita (eða rúmlega það) þar til hæfilega þykkt. Þetta tekur um.þ.bl. 18-20 mín. Karamellan er tilbúin þegar hægt að setja dropa á kaldan flöt, gera far í gegnum með fingrinum og það heldur lagi. Takið af hitanum og bætið vanilludropum út í. Kælið c. 10 mínútur.