750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Gulrótarkaka

Gulrótarkaka

Gulrótakökur urðu mjög vinsælar hér heima eitthvað í kringum 1980 og var boðið upp á þær á hverju kaffihúsi í bænum. Þessi uppskrift er síðan þá og var mikið bökuð á þessum tíma á mínu heimili og þá gjarnan “helgarkakan”. Gulrótakakan hefur verið það vinsæl að enn sést hún víða á kaffihúsum en því miður oftast löguð úr pakkadufti og ekki mikið af ferskum gulrótum þar. Heimabökuð er hún guðdómleg og líka svolítið næringarík. 

Fyrir 10

150 g sykur

1 ¼ dl olía

3 egg, stór

1 tsk. vanilludropar

150 g hveiti

½ tsk. kanell

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

¼ tsk salt

1 tsk. sítrónubörkur

250 g gulrætur, rifnar fínt niður

60 g rúsínur

50 g hnetur eða möndlur, saxaðar

Hitið ofninn í 170°C. Setjið sykur og olíu í hrærivélaskál og þeytið vel saman. Bætið eggjum í einu í einu og hrærið mjög vel saman. Setjið öll þurrefnin í skál, hveiti lyftiefni og krydd. Setjið sítrónubörk, gulrætur, rúsínur og hnetur í aðra. Blandið nú öllu, eggjamassa, þurrefnum og gulrótablöndunni saman með sleikju. Setjið pappír og berið olíu á barmana á 20-22 cm breiðu formi og hellið deiginu í það. Með 20 cm formi verður kakan há og glæsileg en er líka flott að hafa hana í minna formi, bara eftir því sem þið eigið til. Bakið kökuna í 50 mín, reynið að fylgjast með henni síðustu mínúturnar og takið hana úr ofninum um leið og hættir að heyrast “hviss” hljóð í henni. Þá veruð hún mjög djúsí. Látið kökuna kólna og smyrjið síðan kreminu yfir kökuna, Skreytið e.t.v. með hnetu eða pistasíukjörnum.

Krem:

200 g rjómaostur

80 g flórsykur

Hrærið vel saman.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post