750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Jólakaka

Jólakaka

Jólakaka hefur alltaf verið í uppáhaldi. Heilar kardimommur, steyttar eru ómissandi í kökuna og mér finnast stórar rúsínur bestar. Jólakakan er ein af þeim kökum sem mér finnast fulltrúi fyrir þjóðlegan bakstur

175 g smjör, mjúkt

175 g sykur

2 egg, stór

250 g hveiti

1 ½ tsk. lyftiduft

½ – 1 tsk. steyttar kardimommur (u.þ.b. 2 tsk. heil hylki) gott að nota mortel

1 dl rúsínur, stórar eru bestar, ef þið fáið þær

1 tsk. vanilludropar

1 ¼ dl mjólk  

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til það er ljóst og kremkennt. Bætið eggjum í einu í einu og hrærið vel saman. Ef deigið skilur sig er gott að setja 1-2 msk. af hveitinu út í og hræra áfram, annars er allt í lagi þó deigið sé ekki algjörlega samfellt. Setjið nú hveiti, lyftiduft, steyttar kardimommur og rúsínur í skál og blandið þessu vel saman. Skerið eða klippið stærstu rúsínurnar í tvennt ef þær eru mjög stórar. Bætið hveitiblöndunni í deigið ásamt mjólk og vanilludropum og hrærið saman í samfellt deig. Smyrjið eða setjið bökunarpappír á botn og upp með lengri hliðunum á stóru (25-30 cm) jólakökuformi. Jafnið deiginu í formið. Bakið kökuna í 50-60 mín.

Jólakaka
Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post